Title: Mælskunámskeið
Description: Hvað eiga John F. Kennedy, Winston Churchill, Barack Obama, Bill Clinton, Martin Luther King, Steve Jobs, Ronald Reagan og fjölmargir aðrir sameiginlegt?
Allir hafa þeir öðlast heimsfrægð fyrir ódauðleg orð sín – allir eru þeir heimsfrægir fyrir hæfileika á sviði mælsku.
Þriðjudaginn 28.april fer fram hin árlega Mælskukeppni Einstaklinga hjá JCI Íslandi.
Mikið er í húfi fyrir þáttakendur – sigurvegari fær þingpakka á Evrópuþing JCI í Búdapest og tækifæri til að keppa fyrir hönd okkar í evrópukeppni í mælsku.
Til að undirbúa þáttakendur sem best þá mun á fimmtudagskvöldið 23.april verða staðið fyrir mælskunámskeiði. Leiðbeinendur eru Karl Einarsson og Helgi Guðmundsson – báðir fyrrum mælskumeistarar keppninnar og með keppnisreynslu á erlendum vettvangi fyrir hönd JCI Íslands.
Námskeiðið tekur á tækni við flutning, undirbúningi ræðunnar og ýmsum gagnlegum æfingum til að þjálfa framkomu og raddbeitingu. Námskeiðið gagnast því öllum sem vilja bæta sig á þessu sviði.
Okkur bjóðast oft tækifæri í lífinu – merkur maður sagði eitt sinn að oft verða stærðarinnar ævintýri úr því sem virðast smávægileg tækifæri.
Hvetjum JCI félaga til að grípa þetta tækifæri – skráningar berist til helgi@jci.is
Start Time: 20:00
Date: 2009-04-23