Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí nk kl. 14:00, mun JCI GK halda félagsfund í Heiðmörk.
Hefð er orðin fyrir því að GK haldi einn félagsfund í Heiðmörk ár hvert og eru allir velkomnir.
Við munum grilla og fara í ýmsa leiki, spáin gerir ráð fyrir hálfskýjuðu veðri, 14 stiga hita og hægum vindi, þannig að veðrið ætti ekki að stoppa neinn.
Félagið mun leggja til grillkol og ýmsar sósur. Allir taka sjálfir með sér það sem á að grilla, pylsur og brauð (eða annað sem þægilegt er að smella á grillið).
Endilega mætið í Heiðmörk (Furulund) og takið þátt í góðri skemmtun í góðum hópi.
Þetta er tilvalið tækifæri til að taka fjölskylduna með á JCI viðburð, takið því börnin ykkar eða einhverra annarra og ekki gleyma að taka með ykkur góða skapið.
Það verður alveg örugglega bara gaman, svo ekki missa af því.