JCI hreyfingin hefur í fjölda ára staðið fyrir útnefningu á framúrskarandi ungum einstaklingum um heim allan – einstaklinga sem eru að gera frábæra hluti á ólíkum sviðum en hafa oft ekki fengið mikla viðurkenningu á þeim störfum.
Í ár hefur JCI Osaka, aðildarfélag í Japan tekið þetta verkefni skrefinu lengra og stendur fyrir samkeppni ætlaða framúrskarandi ungum einstaklingum í heiminum.
Þema þessarar samkeppni er: “Bringing Business and Society Together Through Social Action Programs. – Building and Preserving A lively, Sustainable City-.”
JCI Osaka hyggst bjóða 5-10 framúrskarandi einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til 5 daga viðburðar dagana 4. – 9. september og mun velja þessa 5-10 einstaklinga útfrá ákveðnum hæfniskröfum og umsóknum sem þeim berast um/frá viðkomandi.
Hæfniskröfurnar eru eftirfarandi:
- að vera ekki af japönsku bergi brotinn og hafa enga reynslu af búsetu í Japan
- er undir fertugu
- hefur mikinn áhuga á að skapa frábært og líflegt samfélag með hátt stig af áhugahvöt, eldmóði og vogarafli.
- hefur þróað leiðtogahæfileika með framlagi til samfélagsins
- getur ritað og skrifað góða ensku
- getur tekið þátt í allri dagskránni meðan hún stendur yfir
- getur tekið þátt í dagskránni uppá eigin spýtur, og
- getur fyllt út umsóknarformið að fullu.
Þáttakendum mun þarna gefast einstakt tækifæri til að kynnast japanskri menningu, eiga virk skoðana og hugmyndaskipti við félagsmenn JCI Osaka ásamt íbúum og forsvarsfólki á vegum Osaka borgar.
Teljir þú þig vera framúrskarandi ungan einstakling sem hefur náð árangri sem leiðtogi í þínu fyrirtæki / sviði, eða teljir þú þig þekkja til slíks einstaklings sem væri frábær kandidat frá okkur Íslendingum, þá viljum við í JCI Íslandi endilega heyra frá þér og aðstoða við að fylla út umsókn. Þeir sem komast í þennan 5-10 manna hóp fara til Osaka í boði JCI Osaka – flug og uppihald innifalið.
Hlökkum til að heyra frá ykkur,
JCI Ísland.