Í JCI eru endalaus fjöldi tækifæra sem bjóðast allt árið um kring. Við bjóðum tækifæri á mörgum sviðum. Eitt af þeim sviðum eru erlend samskipti. Það að fara á erlend þing, námskeið eða fundi er óviðjafnaleg reynsla sem félagar búa lengi að.
Um næstu mánaðarmót verður hin árlegi fundur JCI í höfuðstöðvum Sameinuðuþjóðanna í Genf. Ásamt JCI félögum munu sækja fundinn aðilar frá UN Global Compact og International Chamber of Commerce (ICC).
Efni fundarins í ár er loftlagsbreytingar. Alls er pláss fyrir 600 JCI félaga frá öllum löndum til að taka þátt. Þeir félagar sem hafa áhuga á að fara hafið samband á jci@jci.is Frestur til að skrá sig rennur út 12. júlí.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast http://www.jci.cc/summit