Sumarið 2009 copyÍ sumar hefur góður hópur félaga unnið að ýmsum verkefnum.  Hópurinn hefur hist í Hellusundi á Þriðjudagskvöldum þar sem fólk hefur komið saman yfir kaffibolla og rætt næstu skref og þau vandamál sem upp hafa komið.  Þessir fundir hafa verið mjög skemmtilegir og margar mjög góðar hugmyndir komið fram.  Helstu verkefni sem verið er að vinna að eru:

Betri Fréttir.  En það verður heimasíða þar sem við munum setja inn alla vega eina jákvæða frétt á dag.  Það má segja að við séum búin að fá nóg að þeirri neikvæðu umræðu sem virðist einoka fjölmiðla í dag og viljum koma með og benda á það jákvæða sem er að gerast í kringum okkur.

Bed Net.  Er verkefni sem gengur út á það að safna fé til að festa kaup á flugnanetum fyrir börn í Afríku.  Í dag deyr eitt barn á 30. sekúndna fresti vegna Malaríu.  En með því að kaupa þessi net má draga mikið úr smiti. 

Menningarnótt.  Á hverju ári tekur JCI þátt í Menningarnótt með ýmsum uppákomum.  Árið í ár verður þar engin undantekning.  Hópur fólks er þegar byrjaður að ræða hvað við komum til með að bjóða upp á.  Þema menningarnætur í ár er „Húsin í borginni“  Það er ljóst að við munum gera eitthvað tengt því og fjölmargt annað. 

Og svo erum við opin fyrir öllum nýjum hugmyndum um verkefni.

Verkefnavinnan er opin fyrir alla áhugasama og er tilvalinn vettvangur til að kynna sér JCI og hvað JCI hefur fram að bjóða.  Ef þið hafið áhuga þá getið þið mætt í Hellusund 3 á þriðjudögum kl. 20. eða sent okkur póst á jci@jci.is