Einræðisherran er skemmtileg ræðukeppni, þar sem keppendur láta sem þeir séu einræðusherrar og séu að hvetja þegna sína áfram til sigurs.
Keppnin getur verið ótrúlega skemmtileg þar sem keppendur berjast við að ná hylli landa sinna en sigurvegari keppninnar er sá sem nær best til samlandanna (áhorfenda).
Það er JCI Esja sem stendur fyrir keppninni en það eru allir velkomnir til þess að taka þátt. Keppnin verður haldin laugardaginn 17. okt klukkan 14:00 í Hellusundi 3. Öllum er boðið að taka þátt eða koma og fylgjast með.
Rétt er að taka fram að JCI eru ópólitísk samtök og hvetja ekki til einræðislegra tilburða nema rétt á meðan á þessari keppni stendur.