Toyp verðlaunin eru afhent af JCI á hverju ári og eru verðlaun sem JCI veitir á heimsvísu. JCI Ísland útnefnir á hverju ári þáttakendur í keppnina og veitir þeim verðlaun.
Nafn keppninnar hefur verið þýtt á íslensku sem framúrskarandi ungir Íslendingar.
Verðlaunaafhending framúrskarandi ungra Íslendinga verður haldin fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 17:25 (stundvíslega) í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2, 101 Reykjavík.
Vonumst til að sjá sem flesta JCI félaga og senatora, velkomið að taka með sér gesti.