JCI Ísland stendur fyrir opnum fundi með heimsforseta í kvöld kl:20:30 fimmtudaginn 04.febrú. JCI félögum og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér JCI gefst tækifæri á að hitta Roland Kwemain frá Camreoon en hann gegnir embætti heimsforseta JCI 2010. Á þessum áhugaverða fundi mun Roland gefa okkur góða sýn á það hversu mikið einstaklingurinn getur vaxið og dafnað af því að taka þátt í starfi JCI. Auk þess mun hann ræða hvaða gildi félagasamtök eins og JCI hafa fyrir samfélagið og félagslega ábyrgð fyrirtækja.
Roland fæddist árið 1971 í Yaoundé í Cameroon, hann var kjörinn heimsforseti JCI á heimsþingi hreyfingarinnar í Tunis í nóvember sl. Roland er með gráðu í markaðsfræði auk þess sem hann hefur lokið diplóma námi í CSR og Sustainable Development frá The World Bank Itstitute. Hann stofnaði og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra ADCOME frá árinu 1999. ADCOME eru samtök sem starfa án tillits til hagnaðar og markmið þeirra er að þjálfa ungmenni og samfélög í 21.aldar samskiptum , sem eru nauðsynleg til framþróunar og bættara lífs.
Roland hefur sótt 11 svæðaþing, 5 heimsþing, hann útskrifaðist frá 18. JCI Academíunni sem haldin var í Kobe 2005, hann er senator nr:67333
Á árinu 2010 mun Roland ferðast til fjölmargra landa og hitta þúsundir JCI félaga. Það er JCI Íslandi mikill heiður að taka á móti Roland nú í febrúar.
Roland mun halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 4.febrúrar kl:12:00.
Þá um kvöldið fimmtudaginn 4.febrúar kl:20.30 mun JCI félögum, þeim sem vilja kynna sér hreyfinguna og velunnurum gefast tækifæri til að hitt Roland á opnum fundi. Þar mun hann fara ýtarlega yfir þau tækifæri sem JCI félögum standa til boða með þátttöku sinni.