Fyrsta fimmtudagsfræðsla ársins verður í JCI húsinu Hellusundi 3 fimmtudaginn 28.janúar kl:20:00.

Í tilefni af 50 ára afmæli JCI Íslands hefur verið leitað til eldri félaga og senatora að koma með nýtt eða gamalt og sígilt efni einu sinni í mánuði og leyfa okkur að njóta. Gísli Blöndal senator úr JCI Reykjavík mun ríða á vaðið og kynna fyrir okkur námskeiðið Hver tók ostinn minn? Bráðskemmtilegt og gagnlegt námskeið, allir eru velkomnir meðan að húsrúm leyfir.

Hver tók ostinn minn?


Hvernig bregstu við öllum þeim breytingum sem nú eiga sér stað?

Reynist þér erfitt að sjá út fyrir rammann?

Til þess að nýta hæfileika okkar sem best verðum við að kunna
aðferðir sem
leiða okkur í átt til framfara.

Í síbreytilegu umhverfi verðum við að takast á við síbreytileg
verkefni.
Við verðum að þekkja styrkleika okkar og veikleika og kunna að nýta
okkur
sem best þá hæfileika sem við búum yfir.

Flest erum við bundin í viðjum vanans og sjáum oft ekki út fyrir
rammann –
greinum ekki með jákvæðum hætti hvers við erum í raun megnug og
hvernig við
getum breytt aðstæðum okkur í hag.

Þetta námskeið hjálpar þér að takast á við verkefni þín í
nútíð og framtíð.
Þetta námskeið er um ÞIG og það hvernig ÞÚ ætlar að takast á
við breytingar
í lífi þínu. Það snýst líka um að sjá það jákvæða í lífinu
frekar en það
neikvæða. Ekki bara hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt heldur
hvað er
í glasinu!