Í fimmtudagsfræðslunni á morgun verður Tryggvi Freyr Elínarson, JCI félagi og leiðbeinandi hjá Góðu vali með námskeiðið Fíllinn.
Á þessu stutta og skemmtilega námskeiði ætlar hann að sýna okkur hvernig við tökumst á við stóra drauma og verkefni. Hvernig við getum smátt og smátt í litlum bitum borðað fílinn okkar og náð lengra í lífinu.
Dagsetning: Fimmtudagurinn 11. febrúar klukkan 20:00
Staðsetning: Hellusund 3 (JCI húsið)
Aðgangseyrir: 0 kr.
Námskeiðið er fyrir:
– alla á aldrinum 18-40 ára
– alla JCI félaga (fyrrverandi og núverandi óháð aldri)