Á laugardaginn kemur 10. apríl verður mikið um að vera hjá okkur í JCI. Við byrjum daginn í Hellusundinu kl:12:15 með léttum hádegisverði. Allir félagar eru velkomnir í hádegisverð og spjall við umsjónarmann okkar í heimsstjórn Thomas Meuli.
Kl 14:00 verður Thomas svo með formlega kynningu á því helsta sem heimssjórn leggur áherslu á í ár, auk þess sem hann segir frá því hvernig JCI Sviss hefur staðið að kynningarmálum og félagaöflun. Kynning Thomasar er öllum opin. Það er alltaf mjög áhugavert að heyra hvernig JCI virkar í öðrum löndum auk þess sem kynning Thomasar á aðferðum JCI Sviss ætti að nýtast öllum þeims sem starfa í félagasamtökum og hafa áhuga á því að sjá þau vaxa og dafna.
Á laugardagskvöldið kl:20:30 er svo kominn tími til að skemmta sér. Eins og allir vita er maður manns gaman og svo eru sumir menn jafnvel skemmtilegri en aðrir. Laugardagskvöldið hefst á stuttri og skemmtilegri rökræðukeppni þar sem tekist verður á um “mikilvæg” málefni þetta verður létt upphitun fyrir Evrópuþing. Svo er meiningin að hafa það skemmtilegt frameftir kvöldi. JCI Ísland mun bjóða uppá drykki til kl:22:30.
Allir dagskrárliðir fara fram í JCI húsinu Hellusundi 3.