Eftir frábærar ræðukeppnir þar sem lið Reykjavíkur úrvals annars vegar og fyrrum JCI Gk félaga hinsvegar rökræddu til sigurs, var Bernahard S Bernhardson útnefndur senator nr:69529. Það ríkti mikil gleði á Kringlukránni í kvöld JCI félagar á öllum aldri sýndu ógleymanlega takta. Niðurstaðan úr fyrri keppninni var sú að embætti forseta Íslands skuli lagt niður. Í seinni keppninni vildi svo einkennilega til að bæði liðin andmæltu tillögunni sem fyrir lá og var því ljóst að sú tillaga hlaut ekki brautargengi. Niðurstöður þeirrar keppni leystust upp í senatoraútnefningu Bernhards Bernhardssonar JCI GK – óskum við Bernhard og JCI GK/JCI Lind hjartanlega til hamingju.