Fimmtudaginn 13. maí (uppstigningardag) er fyrirhuguð hellaskoðunarferð með leiðsögumanni í Leiðarenda á Reykjanesskaga.
Allir félagsmenn velkomnir, ásamt vinum og ættingjum. Áætlað er að hittast fyrir framan JCI húsið í hellusundi kl. 10:45, en þaðan verður farið með rútu.
Eftir hellaskoðunina munum við grilla saman í Heiðmörk. Þátttakendur taki með sér það sem þeir kjósa að snæða og drekka.
Fatnaður: Hlýr útivistarfatnaður, vettlingar, húfa, ásamt hlífðarfatnaði og góðum skóm.
Kostnaður: 3000,- kr. á mann (innifalið er rútuferð, leiðsögumaður, hellabúnaður og kol á grillið). Vinsamlega hafa pening tilbúinn til að borga á staðnum. Skráning hjá emmarun1@gmail.com. Nánari upplýsingar á www.jcireykjavik.is