Fyrrum varaheimsforseti Mike Ashton hefur ákveðið að styrkja JCI Ísland um 500 evrur í þeim tilgangi að hvetja félaga til þess að sækja European Academy.
Euorpean Academy er fjögurra daga alþjóðlegt námskeið sem er haldið um mánaðarmótin júlí ágúst, þar sem verðandi forsetar aðildarfélaga í Evrópu koma saman og læra hver af öðrum og margt um þá ábyrgð og tækifæri sem það að stýra aðildarfélagi. Þeir sem hafa farið á þetta námskeið í gegnum tíðina hafa lýst því sem ógleymanlegri upplifun!! Þeir JCI félagar sem hyggjast taka að sér ábyrgðar starf fyrir sitt aðildarfélag á árinu 2011 eru hvattir til að hafa samband við Örnu arna@jci.is eða við forsetann í sínu aðildarfélagi og fræðast betur um EA og þennan styrk.