Um liðna helgi hélt JCI Ísland 49. landsþing sitt og fagnaði í leiðinni 50 ára starfi á Íslandi. Landsforseti fyrir árið 2011 var kosinn á þinginu, Ingólfur Már Ingólfsson JCI Reykjavík hlaut einróma kosningu, með honum munu starfa þau Hanna Kristín Másdóttir JCI Esju sem landsgjaldkeri og Þorsteinn Gunnar Jónsson JCI Reykjavík sem landsritari.
Á afmælishófi í stapanum var mikið um dýrðir þar sem um 200 manns voru saman komnir. JCI Íslandi bárust góðar gjafir m.a. hreindýrsfeldur frá samstarfslöndum Íslands sem tilheyra nordic hópnum. Félagar úr JCI Breiðholti færðu landshreyfingunni innistæðu á bankareikningi félagsins sem ekki hefur verið starfandi frá 2001 uppá kr 50.000. Guðlaug Eiríksdóttir færði hreyfingunni styrk, og þeir Karl Steingrímsson og Árni Þór Árnason færðu JCI Íslandi kr:500.000 að gjöf. Nokkrar viðurkenningar voru veittar Helgi Guðmundsson JCI Reykjavík hlaut Mike Ashton verðlaunin sem veitt eru þeim félaga sem sýnt hefur einstaka leiðtogahæfileika á liðnu starfsári. Það var sérstaklega ánægjulegt að Mike Ashton kom til landsins ásamt eiginkonu sinni Clare til að afhenda verðlaunin.
Þá hlaut Hulda Sigfúsdóttir viðurkenninguna senator ársins, en Gizur I Helgason senator færði hreyfingunni nýjan verðlaunagrip að gjöf sem Hulda tók við á afmælishófinu. Senator ársins eru verðlaun veitt þeim senator sem hefur verið stoð og stuðningur við sitt aðildarfélag og landshreyfinguna á liðnu starfsári, og þannig starfað í anda einkunnarorða JCI.
Þá hlutu þau Karl Steingrímsson og Arna Björk Gunnarsdóttir Ásmundarskjöldinn fyrir óeigingjarnt starf og stuðning við JCI á Íslandi um árabil.