Á Fimmtudagsfræðslu JCI þann 14.10 mun Gunnar Jónatansson senator og framkvæmdastjóri IBT á Íslandi deila með JCI félögum og áhugasömum ýmsu í tengslum við tímastjórnun. Gunnar hefur starfað sem leiðbeinandi um árabil auk þess sem hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu.
Erindi Gunnars nefnist Frammistaða og afköst/ Managing power, focus and energy !
Um námskeiðið segir :
Öll vinna fer fram í tíma og tekur tíma. Árum saman hafa stjórnendur og starfsmenn leitað leiða til að stjórna tímanum með litlum sem engum árangri. Tímanum munum við aldrei geta stýrt, hann bara líður. Þessari vinnustofu er ætlað að opna augu þátttakenda fyrir stjórnanlegum þáttum til að bæta afköst og gæði vinnu.
Frammistaða og afköst er vinnustofa þar sem þátttakendur gera sér betur grein fyrir í hvað tíma þeirra er best varið, og hvernig þeir geta tekið yfir stjórnina í stað þess að láta áreitið stjórna sér.
Fimmtudagsfræðslan hefst kl:20:00 í JCI Húsinu Hellusundi 3, námskeiðið er öllum opið meðan að húsrúm leyfir.