Fimmtudagskvöldið 28. október mun Guðlaug Birna Björnsdóttir, félagi í JCI Esju sjá um fimmtudagsfræðslu JCI, sem að þessu sinni ber nafnið “Örugg leið til árangurs”.
Hvernig nær fólk árangri? Hvaða töfraformúla er það sem árangursríkt fólk notar til þess að ná jafn langt og það hefur náð?
Þátttakendum á fimmtudagsfræðslu þessa kvölds er bent á hvaða leiðir eru færar til þess að knýja fram jákvæðar breytingar í lífi sínu, hleypa út þeirri orku sem er innra með þeim og eiga þannig bjarta framtíð fyrir höndum.
Lífið er stutt. Verum meðvituð um það og fáum sem mest út úr því!
Fimmtudagsfræðslan hefst kl. 20:00
Í JCI Húsinu, Hellusundi 3
Opið öllum meðan að húsrúm leyfir