Undirbúningur fyrir JCI árið 2011 er nú í fullum gangi bæði hér heima og erlendis. Heimsþing er nýafstaðið og þar var Kentaro Harada frá JCI Japan kosin heimsforseti, þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem stærsta landshreyfing JCI á heimsforseta. Kentaro starfaði sem IVP í Evrópu 2008 og EVP fyrir Asíu á þessu ári. Að venju voru kosnir fjórir EVP og 17 IVP umsjónarmaður Íslands fyrir árið 2011 er Guillaume Aubanel frá Frakklandi, Guillaume var landsforseti JCI Frakklands 2009 . Hans Henrik Quesseth frá JCI Danmörku var jafnframt kosin EVP fyrir Evrópu Hans Henrik eða Q eins og hann er jafnan kallaður var landsforseti 2006, IVP 2007 og formaður EDC 2009.
Af íslenskum vettvangi er það að frétta að þau Guðlaug Birna Björnsdóttir JCI Esju og Viktor Ómarsson JCI Reykjavík boðið sig fram til forseta í sínum aðildarfélögum. Þau hafa bæði verið að undirbúa næsta ár ásamt væntanlegum samstarfsmönnum. Landsstjórn 2011 hefur verið ásamt félögum JCI Íslands í mjög ítarlegri stefnumótunarvinnu. Það má því búast við að árinu 2011 verði nýjar og breyttar áherslur en starfið þó byggt á áratuga grunni.