Táknmál líkamans er liður í fimmtudagsfræðslu JCI Íslands en verður að þessu sinni haldið á föstudegi.
Föstudagskvöldið 3. desember kl. 20:00 á Thorvaldsen.
Opið öllum meðan húsrúm leyfir!
Látbragð og líkamstjáning getur sagt meira um okkur en orð. Er viðmælandi minn leiður? Pirraður? Glaður?
Get ég eflt eigið sjálfstraust með breyttri líkamsstöðu? Get ég séð hvort sæta stelpan á barnum hafi áhuga á mér?
Ef við erum meðvituð um eigin líkamstjáningu og þýðingu hennar verðum við betur í stakk búin að ráða í hana hjá öðrum.
Tryggvi Freyr Elínarson upplýsir okkur um hvað við segum án orða. Hvernig við getum greint og lesið í látbragð og líkamstjáningu.
Mættu á Thorvaldsen föstudagskvöldið 3. desember.
Eftir námskeiðið er svo upplagt að kíkja á barinn og lesa í fólk..