JCI Esja heldur konfekt- og brjóstsykursgerðardag í Hellusundi sunnudaginn 12. desember kl. 13.00 í umsjón Tryggva og Laugu.
Viðburðurinn er opinn öllum en nauðsynlegt er að skrá sig svo umsjónamenn geti keypt inn rétt magn af hráefni. Skráning hjá Laugu á laugalauga@gmail.com. Verð: 1.500 kr. á hvern einstakling (12-99 ára) og 500 kr. fyrir börn.
Konfekt- og brjóstsykursgerð er góð og gómsæt fjölskylduskemmtun sem kemur manni í rétta jólaskapið. Og hvað er betra en að bjóða upp á heimalagað konfekt og heimalagaðan brjóstsykur í jólaboðunum (einnig tilvalið í jólagjafir).
Eigum saman notalega stund, hlustum á góða jólatónlist, gæðum okkur á smákökum og búum til jólasælgætið saman.
Til samantektar:
Konfekt- og brjóstsykursgerð
Sunnudaginn 12. desember kl. 13:00
Í Hellusundi 3 (JCI húsinu)
Verð: 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn
Skráning á laugalauga@gmail.com (engin skráning = engin þátttaka)
Allar skráningar þurfa að berast fyrir hádegi föstudaginn 10. desember.