Áhugasömum JCI félögum viljum við benda á þessa síðu: Evrópuþing JCI 2011.
Þar má finna mjög skemmtilega kynningu á þinginu og við bendum sérstaklega á að svokallað “Early bird registration” endar 1. febrúar!! Þetta þýðir einfaldlega það, að ef þið skráið ykkur á þingið fyrir 1. febrúar, þá kostar skráningargjaldið 349 evrur. Eðlilegt skráningargjald telst svo vera 400 evrur, en síðbúin skráning og skráning á staðnum mun kosta 450 evrur.
Erlend þing eru stórkostleg lífsreynsla fyrir hvaða JCI félaga sem er. Hvort sem þú hefur verið félagi í nokkra daga, mánuði eða mörg mörg mörg ár… þá er þetta eitthvað sem þú býrð að alla ævi. Spurðu bara t.d. landsforsetann Ingólf Ingólfsson eða senator Örnu Björk Gunnarsdóttur. Þau eru bæði félagar með mikla reynslu og geta vonandi smitað áhugann yfir á þá sem eru ekki alveg vissir enn.