Aðalfundur JCI Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 29. janúar 2011.
Þema fundarins í ár, auk þess að vera uppgjör, er Gagn & Gaman.
…
Leikurinn hefst kl 18:00, í orðsins fyllstu með leik. Við ætlum að bjóða uppá fundarlíkan, þar sem við stillum upp plat-fundi og leikum okkur með hlutverkin, lærum leikreglur og aðferðir til að ná okkar vilja fram á fundum.
Kl. 19:00 hefst Aðalfundurinn – Dagskrárliðir sem gera upp árið 2010 verða keyrðir hratt og örugglega og gert hlé. Í hléi mun JCI Reykjavík bjóða upp á léttan kvöldverð í formi hlaðborðs.
Að loknu hléi kemur hápunktur fundarins – Stjórn 2011 fær afhent völdin og leiðir okkur inn í nýtt starfsár með kynningu á starfsáætlun. Þau hafa lofað félagsmönnum “Kick-off” stemningu, með fjöri og fjölbreytni að leiðarljósi.
Góð mæting er lykill að góðum fundi, og markmið á laugardaginn er að skapa skemmtilega & eftirminnilega upplifun.
Hlökkum til að sjá ykkur öll,
Stjórnir 2010 & 2011.