Ingólfur Már Ingólfsson landsforseti JCI Íslands 2011 tók formlega við keðjunni góðu á landsstjórnarskiptunumHin árlegu landstjórnarskipti fóru fram laugardaginn 8. janúar á Amokka í Borgartúni.

Örn Sigurðsson fór á kostum sem fundarstjóri eins og honum einum er lagið, með því að setja hátíðina með heilli ræðu á spænsku. Til að hita okkur upp fyrir Evrópuþingið, sem haldið verður í Tarragona á Spáni, þá var borin fram spænsk sjávarétta Paella, sem bragðast mjög vel og kom okkur í huganum alla leið til Spánar.

Það var virkilega góð mæting, frábær stemming og Árni setti líklega hraðamet í liðnum verðlaun og viðurkenningar að sumra mati. Hátíðleg stund var svo þegar landsforsetakeðjan var flutt af Árni Árnasyni landsforseta 2010 yfir á nýjan landsforseta fyrir árið 2011 Ingólf Má Ingólfsson.

Ingólfur var að vonum stoltur, bar keðjuna vel og er spenntur að takast á við þetta mikilvæga og spennandi hlutverk á árinu. Hann verður ekki einn í stjórn því honum til halds og traust verða þau Þorsteinn G. Jónsson og Hanna Kristín Másdóttir.

Hvítir mávar svifu yfir salnum og myndast góð stemming í söng og dans. Það er góður JCI hugur í fólki og við ætlum svo sannarlega að verða betri við á árinu.

JCI Reykjavík var valið aðildarfélag ársins 2010Við vonumst til að geta sett fljótlega inn myndir frá kvöldinu, en hér fyrir neðan er listi yfir verðlaunahafana sem tilkynntir voru á landsstjórnaskiptunum, sem og þær viðurkenningar sem veittar voru á landsþinginu í september sl.

Félagi ársins: Guðlaug Birna Björnsdóttir JCI Esju
Aðildarfélag ársins: JCI Reykjavík
Forseti ársins: Kristín Guðmundsdóttir JCI Esju
Stjórnarmaður ársins: Lilja Kristjánsdóttir JCI Esju
Nýliði ársins
: Viktor Ómarsson JCI Reykjavík
Besta samstarfið við önnur aðildarfélög: JCI Esja
Landsþingsþátttakan: JCI Reykjavík
Fjölgun og endurnýjun: JCI Reykjavík
Besta útgáfan: JCI Esja
Besta erlenda samstarfið: JCI Esja

Guðlaug Birna er hér ásamt landsforseta 2010 og með verðlaunin sem félagi ársinsÁ landsþingi
Senator ársins: Hulda Sigfúsdóttir JCI Reykjavík
Mike Ashton – Framúrskarandi ungur leiðtogi: Helgi Guðmundsson JCI Reykjavík

Landsforsetaviðurkenningar
Guðlaug Birna Björnsdóttir: Fimmtudagsfræðslan
Björn Anton JCI Esja: framlag við Menningarnótt
Viktor Ómarsson JCI Reykjavík: framlag við Menningarnótt o.fl.
Svala Stefánsdóttir: Umsjón með húsfundaþjónustu
Hulda Sigfúsdóttir: umsjón með bókhaldi JCI Íslands, Nordic academy og margt fleira
Hanna Kristín Másdóttir: umsjón með heimsókn Heimsforseta
Lilja Viðarsdóttir: aðstoð við 50 ára afmælið, í afmælishófsnefnd og margt fleira
Sigríður Jóna Friðriksdóttir: framlag við ritun sögu hreyfingarinnar og margt fleira

Veittar á landsþingi
Landsþingsnefnd:
Birgit Raschhofer Formaður landsþingnefndar JCI Esja
Hulda Sigfúsdóttir JCI Reykjavík
Guðlaug Birna Björnsdóttir JCI Esja
Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir JCI Lind

Afmælishófsnefnd
Lára B Pétursdóttir Formaður JCI Reykjavík
Lilja Viðarsdóttir JCI Vík
Bjarndís Lárusdóttir JCI Vík
Örn Sigurðsson JC Borg
Sveinn Grétar Jónasson JC Borg
Hafsteinn Þórðarson JC Hafnarfjörður
Ellert Eiríksson JC Suðurnes

Veislustjórar afmælishófs
Ingimar Sigurðsson JCI Reykjavík
Gísli Blöndal JCI Reykjavík

(myndir með greininni eru teknar af Ragnari F. Valssyni)