Fjáröflunarkvöldverður
JCI Íslands
Miðvikudaginn 30. mars
á veitingastaðnum Skólabrú,
Pósthússtræti 17
Mæting kl. 18, borðhald hefst um kl. 18.30.
Forréttur
Rjómalöguð humarsúpa með ristuðum humri
Aðalréttur
Ofnbakaður lambavöðvi með kryddjurtahjúp,
ristuðu grænmeti og rósmarínsósu
Á eftir verður boðið uppá kaffi og konfekt. Fyrir þessar kræsingar greiðast aðeins 4.800 krónur og rennur hluti af andvirðinu til JCI Íslands.
Hafsteinn Þórðarson, senator og landsforseti 1987-1988, mun sjá til þess að allt fari fram með friði og spekt. Undirritaður mun segja frá stöðunni á hreyfingunni og fyrirætlunum ársins. Og síðan er aldrei að vita nema fleiri senatorar taki til máls.
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á netfangið ingo@jci.is eða hringja í gsm 695-1360. Athugið að þetta er viðburður haldinn í nafni JCI Íslands og er eingöngu ætlaður senatorum.
Vonast ég til að sjá sem flesta.
Með JCI-kveðju,
Ingólfur Már Ingólfsson
Landsforseti JCI Íslands 2011
& senator #65284