Þriðjudagskvöldið 24. maí fór fram sameiginlegur félagsfundur JCI Esju, JCI Lindar og JCI Reykjavíkur. Hátt í 40 manns mættu og urðu vitni að efnis- og tíðindamiklum fundi.
Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og athafnamaður, flutti áhugavert erindi um kraft einstaklingsins. Nokkrir gullmolar frá Guðjóni:
– Beitum krafti framtíðarinnar í okkar þágu.
– Ef þú ert með framtíðarsýn þá ert þú í stýrisætinu.
– Klárum allt sem við byrjum á.
– Open source hugmyndafræðin. Út frá henni hefur m.a. þjóðfundarformið sprottið upp.
– Lagði áherslu á frumkvæði, þegar búið væri að marka sýnina þá væri mikilvægt að taka næsta skref og grípa til aðgerða.
Kunnum við Guðjóni Má bestu þakkir fyrir fróðlegt og skemmtilegt erindi. Guðjón Már kom síðan á skemmtilegan hátt að næsta atriði á dagskrá en þá var útnefndur nýr senator JCI hreyfingarinnar.
Það var Helgi I. Guðmundsson sem hlotnaðist sá heiður. Tókst að koma Helga algerlega á óvart með útnefningunni. Hjartanlega til hamingju Helgi.
5 nýir félagar gengur til liðs við JCI:
Kristinn Már Magnússon,
Salka Hauksdóttir,
Margrét Helga Gunnarsdóttir,
Þórhildur Önnudóttir og
Hjörtur Eyþórsson.
Verið velkomin í hreyfinguna.
Næst fóru í hönd margar og ánægjulegar framboðstilkynningar, þær voru:
– Viktor Ómarsson bauð sig fram til landsforseta 2012
– Tryggvi Freyr Elínarson bauð sig fram til landsgjaldkera 2012
– Karl Einarsson bauð sig fram til landsritara 2012
– Guðrún Elka Róbertsdóttir bauð sig fram til varalandsforseta 2012
– Einar Valmundsson bauð sig fram til forseta JCI Reykjavíkur 2012
– Kristín Grétarsdóttir bauð sig fram til ritara JCI Reykjavíkur 2012
– Jóhanna Magnúsdóttir bauð sig fram til forseta JCI Esju 2012
Hjartanlega til hamingju öllsömul með framboðin. Frábært að fá öll þessi framboð fram á þessum tíma árs. Sýnir að félagarnir eru framsýnir og stórhuga.
Árni Árnason frá JCI Lind kynnti landsþingið 23. – 25. september en þingið verður haldið á Hótel Brú í Borgarnesi. Heimasíða landsþings 2011 verður opnuð innan tíðar.
Helgi Guðmundsson sagði frá því að áformað væri að halda Ræðuveislu á laugardaginn 28. maí næstkomandi. Mæting er kl. 12.30 í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík.
Allir JCI félagar geta tekið þátt. Skráningar sendist til helgi@jci.is.
Að lokum viljum við minna á útnefningu á Framúrskarandi ungum einstaklingum (TOYP) sem mun fara fram föstudaginn 10. júní kl. 18 – 20. Staðsetning verður kynnt síðar.
Allir JCI félagar og senatorar eru velkomnir.
(Myndir: Ragnar F. Valsson, Guðlaug Birna)