Föstudagskvöldið 20. maí lauk sameiginlegu kynningar- og fræðsluferli JCI Esju og JCI Reykjavíkur. Að loknu fræðslukvöldi um hvernig skipuleggja eigi viðburði þá gengu fimm nýir félagar til liðs við JCI hreyfinguna. Nýju félagarnir heita:
Guðmundur Gauti Kristjánsson,
Sigurbirna Hafliðadóttir,
Auður Steinberg Allansdóttir,
Þórey Rúnarsdóttir og
Hjalti Kristinn Unnarsson
Forseti JCI Esju Guðlaug Birna Björnsdóttir, forseti JCI Reykjavíkur Viktor Ómarsson og landsforseti JCI Íslands Ingólfur Már Ingólfsson sáu um inntökuna.
Bjóðum við nýja félaga hjartanlega velkomna í JCI.
Að lokum má geta þess að þegar inntökunni lauk var blásið til 6 hatta partýs og skemmtu allir sér vel við að prófa að vera hinar ýmsu hattalitstýpur, þ.e. fólk setti upp mismunandi litaða hatta og setti sig í hlutverk eftir skilgreiningu DeBonos.