Eins og sumir hafa kannski tekið eftir, þá er hægt að finna tvær “síður” á Facebook sem tilheyra JCI Íslandi: Jci Ísland (einstaklingur) og JCI Iceland (síða). Frábært framtak hjá félögum hreyfingarinnar hefur svo búið til grúppu(r) líka.
En landsstjórn sem sagt hefur séð um þessar tvær síður. Frá ársbyrjun höfum við verið sammála um að best væri ef aðeins um eina svona síðu væri að ræða. Einfaldara flæði upplýsinga og hnitmiðaðra fyrir alla. Persónan “Jci Ísland” hefur rúmlega 1400 vini en yfir 90 prósent af þessum vinum eru erlendir aðilar sem virðast margir hverjir bara vilja hækka vinatölu sína. Samkvæmt reglum Facebook mega fyrirtæki/stofnanir/samtök ekki skrá sig sem einstaklinga og því var valið einfalt. Síðan (page) JCI Iceland varð fyrir valinu og hafði um 40 ‘fylgjendur’ í ársbyrjun. Nú eru um 100 fleiri og verða enn fleiri þegar líður á árið.
JCI Iceland er fyrst og fremst ætlað fyrir Íslendinga, en auðvitað verða þarna upplýsingar og mögulega “statusar” á ensku. Við erum jú alþjóðleg hreyfing. En með þessu viljum við auglýsa viðburði, ná til ‘fylgjenda’ auðveldlega og hafa betri sýn á hlutunum.
JCI Iceland hefur notandanafn: www.facebook.com/JCI.Ice og biðjum við fólk endilega um að auglýsa þessa síðu. Um leið minnum við á að þegar júní-mánuður gengur í garð, þá hættir notandinn Jci Ísland að vera til.
Bestu þakkir fyrir skilninginn og ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, sendið þá póst á landsritara, Dodda: doddi@jci.is (eða bjallið í hann í síma 846-0491).