Félagsfundur: Gestur er Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og athafnamaður, framkvæmdastjóri Medizza
Sameiginlegur félagsfundur allra aðildarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 20 í sal Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Hlíðasmára 19.
Gestur fundarins er Guðjón Már Guðjónsson sem margir kenna við Oz. Hann stofnaði fyrsta fyrirtækið sitt 14 ára gamall en Oz stofnaði hann 17 ára. Guðjón starfar í dag sem framkvæmdastjóri Medizza og er jafnframt mikill athafna
maður. Hann var hugmyndasmiðurinn á bak við Hugmyndaráðuneytið og er mjög virkur og hjálpsamur í frumkvöðlaheiminum.
Guðjón mun halda erindi um kraft einstaklingsins og hvernig við getum öll látið gott af okkur leiða. Þá hvernig við sem einstaklingar getum breytt kerfinu og bætt það ef við aðeins kunnum að beita réttu hugarfari og skipulagningu.
Síðar um kvöldið er inntaka nýrra félaga og ljóst er að von er á skemmtilegum félagsfundi. Félagsmönnum er velkomið að taka gesti með sér á fundinn. Boðið verður upp á kaffi og með því.
Fjölmennum á sameiginlegan félagsfund og eigum góða kvöldstund saman!
Til minnis:
Sameiginlegur félagsfundur
Þriðjudaginn 24. maí kl. 20
Sjálfsstæðissalurinn, Hlíðasmára 19, Kópavogi