Inntaka nýs félaga og lokakvöld ræðu 1
Mánudagskvöldið 27. júní lauk námskeiðinu ræða 1 og að venju með ræðukeppni. Umræðuefnið var krassandi því lagt var til að áfengi yrði bannað í Reykjavík! Keppnin fór fram með miklum ágætum. Fóru leikar svo að tillöguflytjendur höfðu betur, lið þeirra skipuðu þau: Auður Steinberg, Sigurður Richter og Einar Örn Gissurarson. Liðsstjóri þeirra var Einar Valmundsson. [...]