Föstudaginn 10. júní var haldin glæsileg móttaka í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. JCI Ísland var þar að veita tveimur framúrskarandi Íslendingum viðurkenningu fyrir árið 2011: Magnús Geir Þórðarson í flokknum ‘störf/afrek á sviði menningar’ og Freyja Haraldsdóttir í flokknum ‘einstaklingssigrar og/eða afrek’.
Freyja og Magnús eru vel að þessum viðurkenningum komin. Þau hafa bæði verið einstaklega góðar fyrirmyndir á sínum sviðum og smitað fólk með sér með áhuga sínum og persónutöfrum.
Um 40 manns mættu í móttökuna, þar sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Freyju og Magnúsi viðurkenningarnar. Ingólfur Ingólfsson landsforseti hélt tölu, fólk gæddi sér á veitingum, Einar Valmundsson úr JCI Reykjavík og Hanna Kr. Másdóttir landsgjaldkeri sáu um kynningarnar á verðlaunahöfunum, og almennt var mjög góð stemmning á meðal þeirra sem sóttu móttökuna. Verðlaunahafarnir voru alla vega mjög ánægðir!
Jónas Bragi glerlistamaður hannaði verðlaunagripina.
Landsstjórn JCI Íslands 2011 vill að lokum þakka samstarfsaðilum sínum kærlega fyrir þeirra aðkomu í þessu stóra og skemmtilega verkefni: Landsbanki Íslands, N1 og Háskólinn í Reykjavík.
Hér má sjá svo tvær myndir frá Ragnari F. Valssyni: