Vilt þú…..

— *Auka færni þína í að halda kynningar og ræður ?*

— *Kynnast nýju fólki og stækka tengslanet þitt ?*

— *Sækja fjölbreytt námskeið og viðburði ?*

— *Vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks ?*

Fyrsta nýliðanámskeið haustsins fer af stað mánudaginn 29.ágúst n.k.

Það verður haldið í húsakynnum JCI, Hellusundi 3 við hliðina á Kvennaskólanum.

Á fyrsta kvöldinu verður starf JCI hreyfingarinnar kynnt.

Á næstu kvöldum verður fjallað um

– Árangursríkt hópastarf, mánudagskvöldið 5.september

– Skilvirka fundi, mánudagskvöldið 12.september

– Skipulagningu viðburða föstudagskvöldið 16.september

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður slúttað með gleðskap á lokakvöldinu.

Nánari upplýsingar um starf JCI má finna á heimasíðunni https://www.jci.is/

Gott væri ef þátttaka yrði staðfest með því að senda póst á
esja.jci@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂