Miðvikudagskvöldið 12. október kl. 20 fór fram kjörfundur JCI Reykjavíkur í Hellusundinu. Á fundinum voru kosið í stjórn félagsins fyrir starfsárið 2012. Stjórnin mun líta þannig út:
Einar Valmundsson, formaður
Kristín Grétarsdóttir, ritari
Guðmundur Gauti Kristjánsson, gjaldkeri
Einar Örn Gissurarson, varaforseti
Hjalti Kristinn Unnarsson, varaforseti
Frambjóðendur héldu flottar framboðsræður og greinilegt að hér á ferð er metnaðarfullt fólk. Þau munu taka við stjórnartaumunum á aðalfundi félagsins í janúar.
Heimasíðan óskar nýkjörnu stjórnarfólki innilega til hamingju og hlakkar til að fylgjast með áframhaldandi góðu starfi JCI Reykjavíkur.
Viktor Ómarsson, núverandi forseti JCI Reykjavíkur, kynnti á fundinum þá viðburði sem framundan eru í október, nóvember og desember.
Það verður nóg um að vera hjá félaginu og einnig öðrum aðildarfélögum, næg tækifæri fyrir félagsmenn að taka þátt bæði sem þátttakendur og ekki síður sem skipuleggjendur.
Að lokum má geta þess að dýrindisveitingar voru í boði nýkjörinnar stjórnar að fundi loknum. Fundarmenn fóru því saddir og sælir heim. Takk fyrir okkur Einar og co.