Framkvæmdastjórn JCI Íslands kom saman á FS fundi þann 3 júní til að ræða málefni JCI og hvað framundan er í starfinu. Á þessum tímamótum þegar sumarið er að ganga í garð er líka gott að horfa yfir farinn veg og gleðjast yfir því sem gengið hefur vel.
Í upphafi árs var haldinn Insight námskeið sem heppnaðist mjög vel og um 40 félagar voru þar saman komnir. JCI Norðurland er komið vel af stað og þar er komin starfandi stjórn og stefnt er að því að stofna félagið formlega á næstu mánuðum. TOYP viðburður er nýlega afstaðinn sem heppnaðist afskaplega vel. Á árinu hefur líka félagsmönnum fjölgað svo eitthvað sé nefnt. Nokkrar tillögur vor afgreiddar á fundinum um hvernig við getum enn bætt gott starf. Nóg er eftir af starfsárinu 2012 JCI verður með starfsemi í sumar m.a. útilegu. Á menningarnótt verður svo að venju opið hús í Hellusundi og svo landsþingið í lok september.
Framundan eru því góðir mánuðir í JCI starfinu.
Sumarkveðjur,
Landsstjórn 2012