Fyrsti FS fundur ársins
Fyrsti FS fundur ársins var haldinn laugardaginn 5. janúar. Þar var byrjað á því að fara yfir liðið ár bæði hjá landsstjórn og aðildarfélögunum. Þá sást glögglega hvað árið hefur verið viðburðarríkt og gott og hvað hreyfingin hefur eflst á síðasta ári. Eftir það var horft fram á við en þá kynntu aðildarfélögin og landsstjórn áætlanir sínar fyrir árið 2013. Auk þess voru umsjónar- og embættismenn kynntir.
Það stefnir í gott og viðburðarríkt ár, stútfullt af tækifærum fyrir félaga sem vilja grípa þau.
Landsstjórnarskipti og uppskera ársins 2012
Að kvöldi laugardagsins 5. janúar hittust JCI félagar á glæsilegum hátíðarkvöldverði, við landsstjórnarskipti og verðlaunaafhendingu.
Veislustjórar voru þau Salka Hauksdóttir og Eyjólfur Árnason og eiga þau stórt hrós skilið fyrir frábæra veislustjórnun.
Landsforseti 2012, Viktor Ómarsson veitti landsforsetaviðurkenningar og verðlaun fyrir vel unnin störf á árinu 2012. Að lokum var landsforsetakeðjan flutt frá Viktori landsforseta 2012 yfir á Einar Valmundsson landsforseta 2013. Þar með tók ný landsstjórn formlega við.
Verðlaun fyrir árið 2012:
Landsforsetaviðurkenningar
Guðbjörg Ágústsdóttir
Katrín Ingólfsdóttir
Elizes Low
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Ingólfur Már Ingólfsson
Nýliði ársins: Silja Jóhannesdóttir, JCI Reykjavík
Félagi ársins: Guðbjörg Ágústsdóttir, JCI Esju
Stjórnarmaður ársins: Þórey Rúnarsdóttir, JCI Lind
Senator ársins: Hulda Sigfúsdóttir, JCI Reykjavík
Forseti ársins: Jóhanna Magnúsdóttir, JCI Esju
Ný eða endurbætt námskeið: Þórey Rúnarsdóttir, JCI Lind
Besta landsþingsþátttaka: JCI Reykjavík
Besta erlenda samstarfið: JCI Reykjavík
Fjölgun og endurnýjun félaga: JCI Lind
Besta fjáröflunin: JCI Reykjavík
Besta samstarfið við önnur aðildarfélög: JCI Esja
Aðildarfélag ársins: JCI Esja
Örfáar myndir frá landsstjórnarskiptum: