Þórdís Jóhannesdóttir Wathne, iðnaðarverkfræðingur, heimsótti okkur síðastliðin fimmtudag og sagði okkur frá nokkrum verkefnum sem hún hefur sett á laggirnar eða unnið að. Lokaverkefnið hennar úr mastersnáminu var að setja í framleiðslu fyrsta íslenska barnamatinn. Hún seldi þá framleiðslu eftir að hafa komið þessu á laggirnar. Einnig hefur hún stofnað fyrirtæki í kringum framleiðslu á hálsmenum og er hún í þann veginn að fara í útrás.
Meðfram þessu er hún að vinna að metnaðarfullu verkefni með Regnbogabörnum, kennir í háskólanum og er ráðgjafi hjá fyrirtækjum. Hún hvatti okkur til að fylgja eftir hugmyndum okkar og tók okkur í spjallhring þar sem við fengum að kynnast frumkvöðli í okkar röðum. Kvöldið heppnaðist vel og óhætt er að segja að gengið var út með fiðrildi í maganum og ótal hugmyndir í höfðinu. Nú er bara að byrja!