JCI Reykjavík eru frjáls félagasamtök sem kenna meðlimum sínum verkefnastjórnun, ræðumennsku og framkomu, frumkvöðlastarfsemi og hvernig á að bera sig að í viðskiptum. Við erum með alþjóðlegt sem og innlent tengslanet.
Við þjálfum leiðtoga! Með því að gerast meðlimur þá getur þú orðið virkur félagi í vináttu sem hefur það markmið að þjálfa þína leiðtogafærni.
Hefur þú áhuga á því að verða betri leiðtogi?
Smelltu hér til að skrá þig á kynningu. <<Athugið! Með því að skrá ykkur eruði ekki að skuldbinda ykkur neitt.
Stjórn ársins 2020
Jón Rúnar Jónsson
Forseti JCI Reykjavík 2020
Frumkvöðull & fyrirtækjaeigandi
jon.runar@jci.is
Ástþór Magnús
Ritari JCI Reykjavík 2020
Sölustjóri Godo
astthor@jci.is
Gestur Vagn Baldursson
Gjaldkeri JCI Reykjavík 2020
Tölvunarfræðingur & sálfræðinemi
gestur.vagn@jci.is
Hvað er JCI Reykjavík?
JCI Reykjavík þjálfar leiðtoga með því að halda úti virku félagsstarfi. Við höldum regluleg námskeið, þjálfun, hittinga og fleira. Þú stígur því inn í virkt félagsstarf sem kennir og þjálfar.
Í gegnum félagsstarfið færðu tækifæri til að stjórna verkefnum, leiða góðgerðarverkefni og æfa framkomu. Öll námskeið eða verkefni sem eru unnin eru undir handleiðslu fólks sem hefur haldbæra reynslu úr atvinnulífinu.
Allt er þetta hugað til þess að þjálfa leiðtoga framtíðarinnar.
Allt sem við gerum nýtist vel á þinni ferilskrá!
Samtökin hafa sterka barkhjarla sem styðja við okkur í öllum okkar verkefnum. JCI Reykjavík er því vel tengt inn í atvinnulífið.