Ágætu félagar!

Núna á fimmtudaginn 3. febrúar ætlum við að fara af stað með þjálfun fyrir gjaldkera í félagasamtökum. Við verðum í Hellusundinu og byrjum kl. 20.

Planið er að hittast nokkur skipti yfir starfsárið.  Farið verður í gegnum hlutverk og helstu verkefni gjaldkerans eftir því sem þau ber upp á yfir starfsárið.

Þjálfunin er sérstaklega ætluð gjaldkerum, forsetum og öðru áhugasömu stjórnarfólki.

Svona þjálfun hefur ekki verið í boði lengi innan JCI hreyfingarinnar og er orðin löngu tímabær.  Þetta verður því ákveðin frumraun fyrir okkur að ganga saman í gegnum þessa þjálfun.

Ásamt mér munu Viktor Ómarsson og Karl Einarsson hafa veg og vanda að þjálfuninni.

Svona gerum við ráð fyrir að fyrirkomulagið verði, ágætt að miða við að hvert skipti sé 2 – 3 klukkustundir:

Fyrsta skref – Undirbúningur, gjaldkeri kjörinn og tekur til starfa
Meðal efnis:  Fjárhags- og greiðsluáætlanir, prókúruskipti, upphafsstöður, innheimta félagsgjalda, öflun styrkja og bókhaldið.

Annað skref – Greiðsluáætlun sem vinnutæki og hvernig hefur gengið?  (fer fram í apríl/maí)

Þriðja skref – Hvernig færirðu einfalt bókhald?  (fer fram í ágúst/september)

Fjórða skref – Líður að lokum, uppgjör og ársreikningur  (fer fram í nóvember/desember)

Bið ykkur vinsamlegast um að skrá ykkur með tölvupósti til mín (ingo@jci.is).

Með peningakveðju,
Ingó

Landsforseti JCI Íslands 2011