Kæru félagar
Endilega skellið ykkur á skemmtilegt námskeið næsta fimmtudag…
HVAÐ: Námskeiðið – Fundur, til hvers?!
HVENÆR: Fimmtudaginn 17. febrúar, kl: 20:00
HVAR: Hlíðasmára 19, sal Sjálfstæðisflokksins
Árni tekur við skráningum á arniarna@jci.is eða síma 840 2855
ATH:
aðeins 10 sæti í boði
fyrstur skráir sig, fyrstur fær
Næstkomandi fimmtudag (17. feb) mun JCI Lind standa fyrir bráðskemmtilegu námskeiði um hinar ýmsu tegundir funda. Þar á meðal verða teknir fyrir klassískir fundir á borð við “hundleiðinlega fundinn”, “algjörlega óþarfa fundinn” og síðast en ekki síst
“fundinn með vitlausa liðinu í hinni deildinni”.
Árni Árnason mun stjórna þessu stórskemmtilega námskeiði þar sem við verðum leidd í gegnum hin ýmsu ráð til að laga þá fundi sem ekki eru að virka en jafnframt mun hann sýna okkur hvernig er best að haga fundum þannig að þeir séu bæði skemmtilegir
og gagnlegir.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Árna: arniarna@jci.is eða síma 840 2855