“Ef við hönnum ekki skipulag fyrir okkar eigin framtíð, þá eru allar líkur á að við föllum inní skipulag annarra. Gískið á hvað þeir hafa skipulagt fyrir ykkur? Ekki mikið”.
Færni í að setja okkur persónuleg, þýðingarmikil og áhrifarík markmið hefur lykiláhrif á framtíðarvelmegun okkar og lífsstíl.
Áhrifarík markmiðasetning er námskeið fyrir alla sem vilja öðlast grunn í þessari færni, sem vilja:
– móta heilbrigða og metnaðarfulla stefnu í lífinu yfir lengri tímabil
– móta uppbyggilegar venjur og hegðun sem skila okkur á kjörstað
– takast á við verkefni af mun betri skýrleika og einbeitingu
– uppskera reglulega betri afrakstur á flestum sviðum lífsins
Á námskeiðinu læra þáttakendur að meta ólík svið eigin lífsstíls og hvernig forgangsröðun hefur áhrif á hvað skiptir okkur máli á ólíkum tímabilum. Ef markmið tengist ekki sviði sem skiptir okkur máli á því tímabili, þá hefur það lítil sem engin áhrif á okkur.
Þáttakendur kanna muninn á markmiðum sem líta vel út á blaði vs. áhrifaríkum markmiðum… markmiðum sem hafa raunveruleg áhrif á viðhorf okkar, væntingar, hegðun og venjur.
Þáttakendur læra að meta algengar ályktanir um markmið, skoða hverjar standast, þær fjölmörgu sem standast ekki og hafa ollið því að fjölmargir hafa gefist upp á að setja sér reglulega markmið.
Eiga t.d. öll markmið að vera nákvæm og tímasett?
Eigum við að setja okkur stór, mjög krefjandi markmið? Eða eigum við kannski að setja okkur frekar auðveldari markmið sem auðvelt er að klára?
Námskeiðið er um 2 klst, er vinnustofa og hver þáttakandi mun meðal annars setja sér 30-50 áhrifarík markmið, bæði til skamms tíma og til lengri tímabils.
Leiðbeinandi er Helgi I. Guðmundsson, félagsmaður JCI Reykjavík og vottaður CNT leiðbeinandi.
Staður: JCI húsið, Hellusundi 3 – 101 Reykjavík. Námskeiðið hefst stundvíslega kl 20:05
Námskeiðið er í boði JCI Reykjavíkur – skráningar eru á namskeid@jcireykjavik.is