Félagsleg færni: Vilt þú hafa áhrif?
JCI Esja heldur námskeiðið “Félagsleg færni” í mars. Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-40 ára sem vill bæta árangur sinn í starfi / félagslífi / einkalífi enda er hægt að nýta efni námskeiðsins á flestum sviðum lífsins. Þetta er þriggja kvölda námskeið auk kynningarkvölds, samtals fjögur kvöld.
Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 16. mars kl. 19.30 og skiptast kvöldin þannig:
16. mars – 1. kvöld – Kynningarkvöld
23. mars – 2. kvöld – Árangursríkara hópastarf
30. mars – 3. kvöld – Skilvirkir fundir
6. apríl – 4. kvöld – Skipulagning viðburða
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að nálgast hér -> Félagsleg færni.
Upplýsingar og skráningar veitir Guðlaug: esja@jci.is eða í síma 821-7619
Skráið þáttöku fyrir þriðjudaginn 15.mars