Ágætu félagar,
Það verður námskeiðstvenna í boði dagana 25. og 26. september. Aðalleiðbeinandi á báðum námskeiðum verður Kai Roer frá Noregi.
Bæði námskeiðin fara fram á ensku. Námskeiðin eru:
Hvað skiptir þig máli?
Tími: Föstudagur 25. mars kl. 20 – 23
Staður: Háteigsvegi 56, sal Óháða safnaðarins
Frábært námskeið þar sem þátttakendur skoða sínar dýpstu þrár og setja þær fyrir sig á skilmerkilegan hátt.
Námskeiðið hefst með persónulegri lífsreynslu leiðbeinandans, lífsreynsla sem snertir alla.
Námskeiðið er frítt og er ekki eingöngu fyrir JCI félaga heldur opið öllum áhugasömum. Skráningar sendist á arniarna@jci.is.
JCI Presenter
Tími: Laugardagur 26. mars kl. 9 – 17
Staður: Háteigsvegi 56, sal Óháða safnaðarins
JCI Presenter er eitt af grunnnámskeiðum JCI. Kenndar eru undirstöður í því að búa til og flytja áhrifaríkar kynningar með því að nýta sér sjónrænar og árangursríkar aðferðir til að ná betur til áhorfenda.
Þátttakendur æfa sig í að halda kynningar á námskeiðinu.
Námskeiðið er opið öllum JCI félögum og kostar 3.900 krónur, athugið lækkað verð frá áður auglýstu verði. Innfalið í verðinu er hádegismatur ásamt kaffi og meðlæti. Skráningar sendist á arniarna@jci.is.
Nánari upplýsingar um leiðbeinandann Kai Roer má finna á heimasíðu hans www.kairoer.com.
Það er ekki á hverjum degi sem við njótum krafa erlendra leiðbeinenda og því um að gera að nýta tækifæri og mæta.
Viljum við hvetja alla JCI félaga til að nýta sér ofangreind námskeið og minnum á að allir eru velkomnir á föstudagsnámskeiðið.
Landsstjórn 2011