Á stöðufundi JCI Íslands laugardaginn 21. maí rituðu JCI Ísland og Alþjóða menntasamtökin á Íslandi (AMSIS) undir samstarfssamning. Tilgangur samningsins er að koma á samstarfi milli AMSIS og JCI vegna opnunar AMSIS á þekkingarmiðstöð fyrir ungar konur í áhættuhópum í Dakar Senegal. Í miðstöðinni mun fara fram kennsla fyrir ungar konur sem miðar að því að styrkja konurnar í átt að sjálfstæðara og betra lífi. Samstarfið byggir á gagnkvæmri virðingu og góðu upplýsingaflæði. Undir samninginn rituðu Fjóla Einarsdóttir, varaformaður AMSIS, og Ingólfur Már Ingólfsson, landsforseti JCI Íslands.
Nánari upplýsingar um AMSIS og opnun þekkingarmiðstöðvarinnar má finna á heimasíðu AMSIS.