JCI Esja býður upp á hið frábæra ræðunámskeið Ræða I í september/október

Námskeiðið hefst mánudaginn 26. september 2011

Það er kunn staðreynd að stór hluti fólks á erfitt með að taka til máls, hvort heldur er á fundum í fyrirtækjum, stofnunum eða félagasamtökum.  Algengasti misskilningurinn er að það sé á einhvern hátt meðfæddur eiginleiki, að sumir hafi þetta í blóðinu umfram aðra.  Hið rétta er að öll samskipti eru lærð hegðun og það á einnig við um ræðumennsku og framkomu. Það sem flesta skortir einfaldlega er fyrst og fremst leiðsögn, æfing og uppbyggileg endurgjöf.

JCI hreyfingin býður upp á allt þrennt.  Á Ræðu I eru þátttakendur þjálfaðir í grundvallaratriðum ræðumennskunnar og fá tækifæri til að flytja ræður fyrir hin ýmsu tilefni.  Meðal þeirra má nefna tækifærisræður, mótmælaræður, söluræður og kappræður og eru þátttakendur þjálfaðir jafnframt í líkams- og raddbeitingu, notkun hjálpargagna við flutning o.fl.

Námskeiðið tekur í heild 6 kvöld og þátttakendur semja og flytja ræður fyrir öll kvöldin utan þess fyrsta. Fjöldi æskilegra þátttakenda er 8 – 12 manns.

Námskeiðið hefst mánudaginn 26. september og tekur Guðlaug við skráningum og fyrirspurnum á netfangið esja@jci.is eða í síma 821-7619.

Námskeiðið er 6 kvölda námskeið á aðeins 29.000 kr. og bjóðum við upp á allt að 12 vaxtalausar greiðslur.
ATH. Ræðunámskeiðið er frítt fyrir félagsmenn JCI.

Ekki missa af lestinni – takmarkaður fjöldi kemst að!

HEFUR ÞÚ EFNI Á AÐ BÆTA ÞIG EKKI Í FRAMKOMU, RÆÐU OG KYNNINGUM?

Skráðu þig núna á esja@jci.is eða í síma 821-7619!

Námskeiðið fer fram eftirfarandi kvöld, kl. 20:
1. kvöld: Mánudagurinn  26. september
2. kvöld: Mánudagurinn 3. október
3. kvöld: Mánudagurinn  10. október
4. kvöld: Mánudagurinn 17. október
5. kvöld: Mánudagurinn 24. október
6. kvöld: Sameiginleg ákvörðun hóps