Fimmtudagsfræðsla: Stjórnun hugans í gegnum líffræði heilans
Tími: 20:00 – 21:30
Staðsetning: Hellusund 3, 101 Reykjavík
Verð: 0 kr – opið öllum
JCI stendur reglulega fyrir fyrirlestrum og stuttum námskeiðum sem við köllum fimmtudagsfræðslu. Þessir viðburðir eru opnir öllum svo þér er velkomið að bjóða einhverjum með þér sem ekki er félagi í JCI.
Næstkomandi fimmtudag, 29. mars mun Andri Ottesen vera með fimmtudagsfræðslu og mun hann fræða okkur um það hvernig á að stjórna huganum í gegnum líffræði heilans. Mun hann fara yfir 13 reglur sem segja okkur hvernig á að ná valdi á huganum og betri tökum á lífinu almennt.
Andri hefur víðtæka menntun á sviði viðskipta og stjórnunar og hefur áður flutt þennan fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu.
Því má gera ráð fyrir skemmtilegu og fræðandi kvöldi.
Félagsmönnum er velkomið að taka gesti með sér.
Hér er viðburðurinn á Facebook: http://www.facebook.com/events/253524051409076/