Junior Chambers á Íslandi stóðu fyrir vali á dögunum. Valið var um þá ungu Íslendinga sem taldir eru hafa skarað fram úr á liðnu ári og var valið úr gríðarlegum fjölda tilnefninga. Opið var fyrir tilnefningar í þrjár vikur og bárust þær hvaðanæva að. Úr tilnefningum var valin tíu manna hópur sem dómnefnd sá um að velja. Dómnefnd skipuðu Garðar Thor Cortes, Guðjón Már Guðjónsson og Kristín Rós Hákonardóttir.
Eftir að hafa valið tíu einstaklinga þá var ákveðið að verðlauna fjóra úr hópnum sem talið var að höfðu staðið sig hvað allra best á sínu sviði undanfarið ár. Þau voru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Halldór Helgason snjóbrettakappi, Leifur Leifsson baráttu- og ævintýramaður og Gunnar Nelson bardagakappi. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 31. maí síðastliðinn og veitti forseti Íslands verðlaunin. Þessi verðlaun eru veitt árlega og eru alþjóðleg. Meðal þekktra einstaklinga sem hafa hlotið verðlaunin eru Bill Clinton, Elvis Presley og Emilíana Torrini.
Einnig má nefna að allir dómnefndarmeðlimir hafa hlotið verðlaunin og þau Kristín og Guðjón hafa einnig hlotið þau á alþjóðlega vísu.
Hér eru handhafar verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar 2012
Frá vinstri: Ásgeir Höskuldsson sem tók við verðlaunum fyrir Halldór Helgason, María Dögg Nelson sem tók við verðlaunum fyrir Gunnar Nelson, Katrín Jakobsdóttir verðlaunahafi, Leifur Leifsson verðlaunahafi, Viktor Ómarsson landsforseti JCI Íslands 2012 og hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
JCI vinnur af miklu kappi við að efla ungt fólk og er þetta stór hluti af því verkefni. Við vonum að þetta verði til eftirbreytni og fleiri fari að taka þátt í uppbyggingu okkar samfélags. Ásamt því er þetta góð áminning um allt það góða fólk sem byggir þennan heim. Emilíana hafði þetta um verðlaunin að segja: „Maður á það til að gleyma hverju maður hefur áorkað í lífinu. Þessi verðlaun eru falleg áminning „. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að skoða heimsíðu JCI, jci.is og Facebook síðu samtakanna JCI Iceland.
Hér að neðan má svo sjá mynd af hópnum sem var tilnefndur til verðlaunanna.
Frá vinstri: Heiða Kristín Helgadóttir, Guðmundur (Mundi) Hallgrímsson, Katrín Jakobsdóttir, Ásgeir Höskuldsson fyrir Halldór Helgason, Einar Húnfjörð Kárason fyrir Ara Braga Kárasonar, Helga Jóna Óðinsdóttir fyrir Þorvald Davíð Kristjánsson, Axel Kristinsson, María Dögg Nelson fyrir Gunnar Nelson, Leifur Leifsson, Kristín Rós Hákonardóttir frá dómnefnd, Viktor Ómarsson landsforseti JCI 2012, Guðjón Már Guðjónsson frá dómnefnd, Garðar Thor Cortes frá dómnefnd og hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Á myndina vantar Annie Mist sem komst ekki á verðlaunahátíðina.