Hummus


Hummus (Hugmyndir um margt mikilvægt undir sólinni) verður alla þriðjudaga frá kl. 18-22.

Um er að ræða hitting og opið hús þar sem félagar geta komið og unnið í hugmyndum sínum. Hvort sem það er að vinna að hugmynd um að stofna risa fyrirtæki eða klára eina bloggfærslu, þá er þetta vettvangur fyrir þig.

Á fyrsta kvöldinu þann 17. júlí 2012 var meðal annars hópur að vinna í gerð borðspils og ein sem að skipuleggja ferðir fyrir erlenda ferðamenn hérlendis. Það má að sanni segja að 1 + 1 = 5 á Hummus kvöldum því hugmyndir og þekking flugu á milli fólks og var árangurinn meiri en hann hefði verið án þessa samstarfs.

Láttu þig ekki vanta á næsta Hummus kvöld!

Dags. og tími:
31. Jul 2012
18:00 - 22:00

Staður:
JCI Húsið

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: