landsthing 2009

 

 

Landsþing JCI 2009 fer fram helgina 25. – 27. ágúst og verður haldið í Sveinbjarnagerði í Eyjafjarðasveit (rétt utan við Akureyri).

Dagskrá þingsins er afar glæsileg.
Í stuttu máli (Allir mikilvægu punktarnir)

  • Þingfundur (þar sem öll mikilvæg mál eru rædd, kosið um nýja landsstjórn ofl.)
  • Lokaumferð ræðukeppninnar
  • Þemakvöld og grímubúningar
  • 3 frábær námskeið
  • Senatora- og makaferð
  • Verðlaunaafhending
  • Hátíðarkvöldverður
  • Náttfatapartý
  • Sérstök tilkynning til kvenna (neðst í póstinum)

Framúrskarandi námskeiðGóð námskeið eru alltaf ómissandi á góðu landsþingi og árið í ár verður sko engin undantekning. Í ár mun allur laugardagurinn einkennast af námskeiðshaldi því gert er ráð fyrir að þinghald klárist á föstudag.

Á laugardagsmorgunin frá kl 10-12 mun Tryggvi Freyr (JCI Keilir og aðalleiðbeinandi hjá Góðu vali

[www.gottval.is]) vera með örnámskeið í tímastjórnun. Hann hélt þetta námskeið fyrir JCI félaga og HR-inga í fyrra og vakti það mikla lukku.

Eftir hádegi á laugardag, frá 13-17 mun einn af betri leiðbeinendum JCI á alþjóðavettvangi fara með okkur í árangursþjálfun. Kai Roer er eitt af þekktu nöfnunum innan JCI en hann hefur um áraraðir verið einn af okkar bestu leiðbeinendum. Við erum heppin að fá Kai til okkar á landsþing en hann ætlar að leiða okkur í gegnum efni sem nefnist “Coach To Lead” Í stuttu máli fjallar námskeiðið um það hvernig má ná auknum árangri með réttri hvatningu, bæði sem einstaklingur og í hópastarfi (self motivation and group motivation). Árangursfræði sem öllum eru mjög hugleikin á krepputímum sem þessum.

Hér eru smá upplýsingar um Kai Roer . Kai has managed teams of up to fifty people, developed organizational best practices, and helped companies improve their processes. . He’s worked as a coach and mentor, developed and delivered training to customers, peers, and employees. He is a certified trainer in JCI, training managers around the world.  . He’s delivered successful projects on time and under budget – at higher than required quality levels. Kai has delivered projects of multimillion ? value to his clients, and founded the company Roer.com in 1994. His international experience helps his clients leverage cultural and regulatory differences.

Á sunnudagsmorgninum (10-12) ætlar Árni Árnason (viðtakandi landsforseti) að leiða okkur í gegnum nýtt námskeið sem kallast “Fiskurinn í félagsstarfi”. Skemmtilegt og fræðandi námskeið sem veitir góða innsýn í það hvernig skapa megi hvetjandi andrúmsloft í félagsstarfi sem veldur því að starfið verður skemmtilegra og kraftmeira.

Skemmtunin – Mikilvægur og ómissandi þáttur í góðu landsþingi
Föstudagskvöld –  Grímubúningar, söngleikjaþema, hæfileikakeppni og bar á JCI verði! Það er alltaf jafn gaman að klæðast flottum búningu. Flestir fá einungis tækifæri til þess einu sinni til tvisvar á ári (öskudagur og hrekkjavaka) en við í JCI erum svo heppinn að eiga okkar eigin búningadag, föstudagskvöld á landsþingi. Föstudagskvöldið er svokallað þemakvöld en þá klæðast allir skemmtilegum búningum tengdu þemanu sem í ár er Söngleikir! Þó látum við ekki staðar numið þar heldur verður einnig hæfileikakeppni milli aðildarfélaga.  Í ár verður smá tilbreyting á föstudagskvöldinu en að þessu sinni fer þemakvöldið fram fjarri þingstað. Klukkan 20:00 (stundvíslega) leggur rúta af stað með alla þinggesti á þennan háleynilega stað þar sem gleði mun ríkja fram eftir kvöldi.   Þá skal það sérstaklega tekið fram að landsþingsnefnd mun sjá um barinn og því verða allar veitingar á sérstöku JCI verði sem fer einkar vel með buddu félagsmanna.

Heyrst hefur sá orðrómur að “drykkjusvelgir” muni geta keypt sér sértök afsláttarkort á barinn!   Laugardagur – Senatora- og makaferð, verðlaunaafhending, galadinner, náttfatapartý ofl. Senatora- og makaferðin er fastur liður á þingum en í ár hefur Svala verið fengin til að sjá um ferðina sem þýðir að hún verður í alla staði stórglæsileg. Meira verður ekki sagt enda er senatoraferðin ávallt “top secret” þar til hún fer fram eftir hádegi á laugardag (13-17).

Verðlaunaafhendingin verður með breyttu sniði frá fyrri árum því í ár mun hún fara fram í sérstökum dagskrárlið á undan borðhaldi. Að þessu sinni má því segja að nú fari fram hátíðarverðlaunaafhendingarkokteill (úff..langt orð) sem allir mæta í prúðbúnir og spenntir yfir því hver hlýtur nú hvaða verðlaun.

Hátíðarkvöldverðurinn (Gala snæðingur) hefst að lokinni verðlaunaafhendingu (kl 20:00) og er dagskráin hin glæsilegasta. Okkur hefur tekist að klófesta mikinn snilling til að stýra veisluhöldum en einnig höfum við orðið okkur út um afar spennandi heiðursgest en nöfn þessara ágætu einstaklinga verða gerð opinber í vikunni fyrir landsþing. 

Náttfatapartý! – Ef þú hefur farið á landsþing þá hefur varla farið fram hjá þér að fljótlega eftir miðnættið rífum við okkur úr sparigallanum og skellum okkur í náttfötin. Ekki þó til þess að fara í bólið heldur til að halda gleðini áfram fram undir morgun í trylltu náttfataparýi!

++ Konur ++ Athugið sérstaklega tilkynningu frá Guðlaugu hér neðst í póstinum (fyrir neðan myndina og slóðina á landsthing.com)

Ekki Missa Af Viðburði Ársins!
Það er ljóst að þetta þing verður með glæsilegasta móti og þú vilt því alls ekki missa af því.
Skráðu þig núna með því að fylla út meðfylgjandi skráningablað og senda á landsthing(hja)landsthing.com
Fyrir nánari upplýsingar heimsæktu  www.LANDSTHING.com

++ SÉRSTÖK TILKYNNING TIL JCI KVENNA ++
Stórglæsileg hálsmen til sölu á Landsþingi JCI 2009.
Nú getur þú borið JCI merkið með prýði!
Vertu fyrst til þess að velja þér hálsmen úr glænýrri skartgripalínu frá Guðlaugu (formanni landsþingsnefndar). Þessi hálsmen eru hönnuð með það að sjónarmiði að hægt sé að festa JCI pinnann við hálsmenið og bera þannig pinnann um hálsinn í stað þess að þurfa að stinga gat á fallegan kjól eða blússu.
Hér eru dæmi um glæsileg hálsmen úr línu sem heitir Laufey og á öðru þeirra er sýnt hvernig hægt er að stinga pinnanum í gegnum svart laufið.

necklace-003 landsthing

necklace-009 langsthing

 

 

 

 

 

 Vertu glæsileg á galakvöldinu – Skoðaðu úrvalið hjá Guðlaugu álandsþingi
Nánar auglýst í dagskránni sem dreift verður á landsþingi.