Landsstjórnarskipti og verðlaunaafhending
Laugardaginn 5. janúar 2013
KR-heimilinu við Frostaskjól
Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk.
Formleg dagskrá hefst kl. 20:00 og stendur fram á nótt!
Matseðill
Humarsúpa
Lambalæri og hvítt fuglakjöt (kalkúnn eða kjúklingur)
Brúnaðar kartöflur og annað meðlæti
Kaffi og konfekt
Ef þú ert með ofnæmi eða óþol láttu þá vita með því að nota athugasemdaboxið í skráningarforminu hér að neðan eða með því að senda tölvupóst á heida (at) jci.is, eða hafðu bara samband almennt ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir!
Drykkjarföng: Boðið er upp á gos og vatn en önnur drykkjarföng getur hver og einn komið með sjálfur (það er ekki bar á staðnum).
Veislustjórar: Eyjólfur Árnason og Salka Hauksdóttir
Verð: 4.500 kr.
Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning 0516-04-764159, kt. 630683-0929.
Afrit af kvittun sendist á heida@jci.is
Landsstjórnarskipti, verðlaun og almenn gleði
Landsstjórnarskiptin ár hvert eru uppskeruhátíð okkar í JCI. Við þetta hátíðlega tilefni tekur ný landsstjórn formlega við kyndlinum og sú gamla veitir aðildarfélögum og félagsmönnum verðlaun fyrir vel unnin störf á árinu. Farið í fínu fötin, setjið upp góða skapið og fagnið með félaginu ykkar og félögum í ykkar eigin og öðrum aðildarfélögum að loknu stórkostlegu starfsári.
Við hlökkum til að sjá sem allra flesta, JCI félaga, senatora, maka, gesti og aðra velunnara!
Landsstjórnir JCI 2012 og 2013
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
05. Jan 2013
19:30 - 23:30
Staður:
KR Heimilið - Frostaskjóli
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: