Þorrablót JCI Esju


ENGILISH BELOW

…………………………………………………..

Þorrablót Esju 2013 verður haldið þann 9. Febrúar 2013 í salnum Flugröst.
Þessi árvissi viðburður er löngum orðinn þekktur fyrir yfirgengilegan hressleika og óvæntar uppákomur.

Innifalið er einn fordrykkur í heimsklassa, nóg að bíta og brenna (“venjulegur” matur í boði fyrir þá sem ekki þora í það súra), bjór, hvítvín, rauðvín og kokkteilar á rugluðu verði, afgreiddir af atvinnubarþjóni, tveir stórskemmtilegir veislustjórar úr okkar röðum og heil gomma af skemmtiatriðum og leikjum.

Allt þetta kostar ekki nema kr. 3000 fyrir þá sem skrá sig fyrir miðnætti 20. janúar og kr. 3500 fyrir þá sem drolla, þannig að fyrstir koma, fyrstir fá!

Hvað: Þorrablót JCI Esju
Hvenær: Laugardaginn 9. febrúar klukkan 19:00 og stendur fram á nótt
Hvar: Salnum Flugröst, Nauthólsvegi 99 (við Nauthólsvík)
Verð og greiðslufyrirkomulag:
3.000 kr ef þú greiðir fyrir miðnætti 20. janúar
3.500 kr ef þú greiðir eftir það.
Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning 114-26-50069 kt: 5006911239
Vinsamlega sendið kvittun á netfangið salkahauks (at) gmail.com

Skráðu þig með því að fylla út formið hér að neðan!
Ath: Skráning er endanlega staðfest við greiðslu.

………………………………………………………………………………………………

And for our international friends: There is a party Saturday, February 9th at 7PM where we will eat old Icelandic food, drink and have fun.

The price for the marvelous event is 3500kr.- Register at jci.is “Þorrablót” 🙂 You can pay at the door with cash or card. Or transfer money to this account 114-26-50069 kt: 500691-1239. please put “Þorrablót” as an explanation and send a receipt to salkahauks@gmail.com

We promise a fun night and hope you can make it!

Skráning

Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)

Dags. og tími:
09. Feb 2013
19:00 - 23:30

Staður:
Flugröst

0
Hlaða niður viðburð í iCal

Flokkur: