Fundarstjórnun – námskeið
Námskeið í Fundarstjórnun verður haldið miðvikudagskvöldin 3., 10., 17. og 24. apríl kl 20:00
Takmarkaður sætafjöldi (10 sæti)
Verð: 1.700 kr, bókin Fundarsköp fylgir með.
Um námskeiðið:
Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem vilja geta stjórnað fundi. Nú eða þá sem eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað í lélega fundi og vilja halda skilvirka fundi sem skila árangri.
Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl.
Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.
Námskeiðið er 4 kvöld, miðvikudagskvöldin 3., 10., 17. og 24. apríl kl 20:00
ATH að mæta þarf á ÖLL fjögur kvöldin til að útskrifast af námskeiðinu.
Aðalleiðbeinandi er Birgit Raschhofer og verður hún með góðan aðstoðarleiðbeinanda sér til halds og trausts.
Námskeiðið er haldið í JCI húsinu, Hellusundi 3
Vinsamlegast skráið ykkur á skráningarforminu hér. Hægt verður að skrá sig á biðlista eða senda fyrirspurnir á esja@jci.is
Hvað: Námskeið í fundarstjórnun
Hvenær: Fjögur kvöld, miðvikudagskvöldin 3., 10., 17. og 24. apríl kl 20:00
Hvar: JCI húsinu, Hellusundi 3
Hver: Opið öllum JCI félögum
Hvernig: Skráðu þig hér!
Verð: 1.700 kr – Bókin Fundarsköp fylgir með – leggið inn á reikning 0114-26-050069 kt 500691-1239 (eftir að hafa fengið staðfest sæti)
Skráning
Bookings are closed for this event (For members only (then you need to log in or register) - or the event has already started and therefore it is closed for bookings)
Dags. og tími:
03. Apr 2013
20:00 - 22:00
Staður:
JCI Húsið
Hlaða niður viðburð í iCal
Flokkur: